• þri. 21. maí 2002
  • Landslið

KSÍ og Coca-Cola áfram í samstarfi

Samstarf KSÍ og Vífilfells hf. hefur staðið í fjölmörg ár. Nú hafa aðilar komist að samkomulagi um nýjan fjögurra ára samstarfssamning sem felur í sér að Vífilfell hf. verður einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ, veitingasala á Laugardalsvelli býður til sölu gosdrykki frá Vífilfelli hf. og merki Coca-Cola verður áberandi á vallarsvæðinu.

Coca-Cola bikarinn í sjötta sinn

Þá hefur Vífilfell hf. fallist á ósk KSÍ að framlengja um eitt ár samstarfi í Coca-Cola bikarnum í meistaraflokki þrátt fyrir að áður hafði verið tilkynnt að svo yrði ekki. Þetta verður því 6. árið sem bikarinn ber nafn Coca-Cola.