• lau. 18. maí 2002
  • Landslið

Jafntefli gegn Rússum

A landslið kvenna gerði í dag 1-1 jafntefli gegn Rússum í undankeppni HM, en leikið var í Moskvu. Markalaust var í hálfleik, Rússar tóku forystuna á 53. mínútu, en Olga Færseth jafnaði metin á 82. mínútu eftir langa aukaspyrnu frá Þóru Helgadóttur, markverði íslenska liðsins. Okkar stúlkur voru sterkari í síðari hálfleik og voru nærri því en Rússarnir að setja annað mark.

Lið Íslands

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir.

Varnarmenn: Guðrún Gunnarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir.

Tengiliðir: Guðlaug Jónsdóttir (Eva Sóley Guðbjörnsdóttir 90.), Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Erla Hendriksdóttir (Ásdís Þorgilsdóttir 72.).

Framherji: Olga Færseth.