• fös. 17. maí 2002
  • Landslið

Ísland í 56. sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið stendur í stað á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í gær, er í 56. sæti líkt og í síðasta mánuði. Listinn var nú gefinn út í síðasta sinn fyrir HM í Japan/S.-Kóreu og eru Frakkar sem fyrr efstir, en Brasilíumenn Argentínumenn eru jafnir í 2. - 3. sæti. Norðmenn, sem Íslendingar mæta í vináttulandsleik 22. maí, eru í 33. sæti.