• fös. 17. maí 2002
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Rússum

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Rússum í undankeppni HM á laugardag, en leikið er í Rússlandi. Síðustu 3 leikmennirnir komu til Moskvu í dag (Guðlaug Jónsdóttir, Erla Hendriksdóttir og Katrín Jónsdóttir), en ferðalagi þeirra seinkaði vegna verkfalls á Kastrup-flugvelli. Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lið Íslands

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir.

Varnarmenn: Guðrún Gunnarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir.

Tengiliðir: Guðlaug Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Erla Hendriksdóttir.

Framherji: Olga Færseth.