• þri. 14. maí 2002
  • Landslið

Leikið gegn Andorra í ágúst

A landslið karla mun leika vináttulandsleik gegn Andorra á Laugardalsvelli 21. ágúst næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins. Ísland hefur tvisvar áður leikið gegn Andorra, en þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni síðasta Evrópumóts. Ísland vann báða leikina, 2-0 í Andorra og 3-0 á Laugardalsvelli.