• lau. 04. maí 2002
  • Landslið

Skellur í Gautaborg

A landslið kvenna tapaði í dag vináttulandsleik gegn Svíum í Gautaborg með sex mörkum gegn engu. Þær sænsku voru mun sterkari í leiknum, enda með eitt af bestu liðum í Evrópu í dag. Þegar klukkan sýndi 90 mínútur var staðan 4-0, Svíum í vil, en þær höfðu gert þrjú mörk í fyrri hálfleik. Í viðbótartíma náðu þær síðan að bæta við tveimur mörkum og lokatölur leiksins því 6-0.