• fös. 03. maí 2002
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Svíum tilkynnt

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleik gegn Svíum á morgun, laugardaginn 4. maí. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir komandi átök í undankeppni HM kvenna. Ísland og Svíþjóð hafa mæst fimm sinnum áður og alltaf hafa þær sænsku borið sigur úr býtum.

Lið Íslands | Hópurinn | Dagskrá