• fim. 18. apr. 2002
  • Landslið

A landslið karla leikur gegn Noregi

Ákveðið hefur verið að A landslið karla muni leika vináttulandsleik gegn Norðmönnum 22. maí næstkomandi. Leikið verður í Bodö í norðurhluta Noregs, sem liggur tæplega 100 km norðan við heimskautsbaug, eða á svipaðri breiddargráðu og Kolbeinsey. Þetta verður 25. viðureign þjóðanna, en Noregur eru sú þjóð sem A landslið Íslendinga hefur leikið oftast gegn.

Nánar