• lau. 13. apr. 2002
  • Landslið

Sigur á Moldavíu

U17 landslið karla lék í dag sinn þriðja og síðasta leik á alþjóðlegu móti á Spáni, og var leikið gegn Moldavíu um sjöunda sætið á mótinu. Íslenska liðið var betra liðið í leiknum og skoraði Hjálmar Þórarinsson fyrsta mark leiksins á 13. mínútu, hans fjórða mark í mótinu. Ívar Björnsson bætti svo við marki í síðari hálfleik, úr vítaspyrnu, og lauk leiknum því með 2 - 0 sigri Íslands.

Byrjunarliðið

Markvörður: Þorsteinn Einarsson.

Varnarmenn: Ágúst Örlaugur Magnússon, Sölvi Sturluson, Kári Ársælsson og Jón Orri Ólafsson

Tengiliðir: Steinþór Þorsteinsson, Eyjólfur Héðinsson, Ólafur Páll Johnson (Ragnar Sigurðsson 41) og Andri Ólafsson (Gunnar Þór Gunnarsson 78).

Framherjar: Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson (Gunnar Örn Jónsson 73).