• fim. 11. apr. 2002
  • Landslið

Azerbaijan vann eftir vítaspyrnukeppni

U17 landslið karla lék í kvöld sinn annan leik á alþjóðlegu móti á Spáni, gegn Azerbaijan. Íslenska liðið byrjaði betur og Hjálmar Þórarinsson skoraði strax á 8. mínútu. Azerar gerðu næstu tvö mörk, á 28. og 44. mínútu, áður en Hjálmar skoraði aftur og jafnaði leikinn korteri fyrir leikslok.

Í vítaspyrnukeppninni sem fylgdi skoruðu Hjálmar, Ívar Björnsson og Ágúst Örlaugur Magnússon úr sínum spyrnum, en tvær vítaspyrnur klikkuðu. Gunnar Líndal markvörður varði fyrstu spyrnu Azera en það dugði ekki til og Azerar unnu vítakeppnina 4-3. Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins verður á laugardag gegn Moldavíu, sem tapaði í dag gegn Slóveníu 1-3.

Byrjunarliðið

Markvörður: Gunnar Líndal.

Varnarmenn: Sölvi Sturluson, Jón Guðbrandsson (Gunnar Örn Jónsson 80) og Kári Ársælsson.

Tengiliðir: Eyjólfur Héðinsson, Andri Ólafsson (Ragnar Sigurðsson 77), Egill Þorsteinsson (Ágúst Örlaugur Magnússon 51), Jóhann B. Valsson og Ólafur Páll Johnson.

Framherjar: Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson.