• mið. 10. apr. 2002
  • Landslið

Ósigur gegn Georgíu

U17 landslið karla beið ósigur gegn liði Georgíu í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti á Spáni í dag. Georgíumenn skoruðu strax á 4. mínútu, en Hjálmar Þórarinsson jafnaði á 23. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Georgíumenn skoruðu síðan tvö mörk eftir hornspyrnur á síðustu tíu mínútum leiksins og unnu því 3-1.

Næsti leikur íslenska liðsins er á fimmtudag kl. 19:00 að íslenskum tíma gegn Azerbaijan sem tapaði í dag 6-0 fyrir gestgjöfunum Spánverjum.

Byrjunarliðið

Markvörður: Þorsteinn Einarsson.

Varnarmenn: Sölvi Sturluson, Jón Guðbrandsson og Kári Ársælsson.

Tengiliðir: Eyjólfur Héðinsson, Andri Ólafsson, Jón Orri Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson (Ragnar Sigurðsson 80) og Ólafur Páll Johnson (Gunnar Örn Jónsson 77).

Framherjar: Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson (Steinþór Þorsteinsson 62).