Auður aðstoðar Jörund
Auður Skúladóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfara U21 kvenna, og mun hún stýra liðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi í lok júlí. Auður hefur lokið KSÍ III stigi (C-stigi) í þjálfaramenntun og hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni, auk þess að vera með mikla reynslu af þjálfun yngri flokka. Auður hefur leikið 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af 9 sem fyrirliði.