• mið. 03. apr. 2002
  • Landslið

Landsleikur við Senegal?

Knattspyrnusambandið hefur til skoðunar að A landslið karla leiki vináttulandsleik við Senegal í Dakar 17. apríl nk. en það er alþjóðlegur leikdagur og því á KSÍ rétt á öllum sínum leikmönnum. Samningaviðræður um leikinn standa nú yfir við erlenda aðila og er þess vænst að endanleg ákvörðum um hvort af leiknum verði liggi fyrir undir kvöld. Þess má geta að Senegal mun leika á HM í sumar og mætir Frakklandi í opnunarleik mótsins.