• mið. 27. mar. 2002
  • Landslið

Úrtaksæfingar U17 karla

Helgina 6. - 7. apríl næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla. Um tvo hópa er að ræða, annars vegar úrtakshóp vegna U17 landsliðs karla 2002 (leikmenn fæddir 1986 og síðar), en hins vegar úrtakshóp vegna móts á Spáni 9. - 14. apríl næstkomandi (leikmenn fæddir 1985 og síðar), en eins og fram hefur komið hér á síðunni er það mót fyrir sama U17 lið og tók þátt í Evrópukeppninni síðastliðið haust. Smellið hér að neðan til að skoða æfingahópana.

U17 karla 2002 | U17 karla - Spánarmót