• mán. 25. mar. 2002
  • Landslið

Viltu taka þátt í skemmtilegu verkefni?

KSÍ heldur Norðurlandamót U17 kvennalandsliða í Reykjavík og nágrenni 1. - 9. júlí næstkomandi. Þátt taka, auk Íslands, lið Þýskalands, Frakklands, Hollands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.

KSÍ leitar nú eftir sjálfboðaliðum til að starfa við mótið, m.a. til að fylgja þátttökuþjóðum í leiki og á æfingar. Til greina koma störf við allt mótið eða hluta þess. Viðkomandi þurfa einungis að hafa áhuga á knattspyrnu og því að taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni. Áhugasamir aðilar eru eindregið hvattir til að hafa samband við Klöru Bjartmarz á skrifstofu KSÍ.