• mán. 18. mar. 2002
  • Landslið

U17 landslið karla á mót á Spáni

KSÍ hefur þegið boð spænska knattspyrnusmabandsins um að senda U17 landslið karla á átta liða mót á Spáni 9. - 14. apríl næstkomandi og kemur liðið til með að spila þrjá leiki í mótinu. Mótið er fyrir leikmenn fædda 1985 og síðar og er þetta því liðið sem tók þátt í Norðurlandamótinu og undankeppni Evrópumótsins síðastliðið haust. Liðin sem komust upp úr sínum riðlum í síðarnefnda mótinu búa sig nú að krafti fyrir úrslitakeppnina í Danmörku í lok apríl. Magnús Gylfason þjálfari U17 landsliðs karla hefur valið leikmenn á úrtaksæfingar um komandi helgi vegna þessa verkefnis.

Æfingahópurinn