• mið. 06. mar. 2002
  • Landslið

Leikið gegn Brasilíu á fimmtudag

Íslenska landsliðið leikur gegn því brasilíska í Cuiabá á fimmtudag og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma (breytt), en þá er reyndar komið fram yfir miðnætti á Íslandi (00:30 ÍSL). Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og er Grétar Hjartarson eini nýliðinn meðal þeirra sem hefja leikinn.

Byrjunarliðið

Markvörður: Árni Gautur Arason (fyrirliði).

Varnarmenn: Sævar Þór Gíslason, Gunnlaugur Jónsson, Ólafur Örn Bjarnason og Hjálmar Jónsson.

Tengiliðir: Baldur Aðalsteinsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Haukur Ingi Guðnason, Ólafur Stígsson og Einar Þór Daníelsson.

Framherji: Grétar Hjartarson.

Varamenn: Ólafur Þór Gunnarsson (M), Grétar Rafn Steinsson, Kjartan Antonsson, Sigurvin Ólafsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson og Guðmundur Steinarsson.

Hópurinn | Dagskrá | Hópur Brasilíu