• fim. 28. feb. 2002
  • Landslið

Leikið í Cuiabá

Vináttulandsleikur Brasilíu og Íslands fer fram í borginni Cuiabá, sem liggur um 250 km frá landamærum Brasilíu og Bólivíu, í miðju meginlandi Suður-Ameríku. Leikið verður á Estádio Governador José Fragelli, sem stundum er nefndur "Verdao" og tekur hann 45.000 áhorfendur í sæti. Leikvangurinn hefur nýlega verið endurbættur fyrir um 10 milljónir íslenskra króna og meðal þess sem hefur verið endurbætt er loftræstingarkerfi leikvangsins. Brasilískir fjölmiðlar henda að því gaman að það hafi verið sérstaklega gert fyrir leikmenn íslenska liðsins því þeir séu ekki vanir hitastiginu sem er á þessu svæði, 35°C.

Myndir af "Verdao"-leikvanginum