• fim. 28. feb. 2002
  • Landslið

Brasilíski hópurinn

Landsliðsþjálfari Brasilíu, Luis Felipe Scolari, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Íslandi og er einvörðungu um leikmenn að ræða sem leika með brasilískum liðum. Mikið var um það rætt í Brasilíu það hvort Romario myndi verða í hópnum og óskuðu forseti Brasilíu, Fernando Henrique Cardoso, og formaður brasilíska knattspyrnusambandsins (CBF), Ricardo Teixeira, eftir því að hann yrði valinn, en framherjinn knái hlaut ekki náð fyrir augum Scolaris að þessu sinni.

Hópurinn