Formaður KSÍ í kjöri til framkvæmdastjórnar UEFA
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, gefur kost á sér í framkvæmdastjórn UEFA, en alls hafa 14 aðilar gefið kost á sér í 7 sæti. Sex af sætunum eru til fjögurra ára en eitt til tveggja ára. Kosningarnar fara fram á UEFA-þingi sem haldið verður í Stokkhólmi 25. apríl næstkomandi. Eggert Magnússon hefur verið formaður KSÍ frá því í desember 1989 og er sá formaður sem setið hefur lengst af öllum núverandi formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu.