• mið. 27. feb. 2002
  • Landslið

Atli tilkynnir hópinn gegn Brasilíu

Atli Eðvaldsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir vináttulandsleik gegn Brasilíu 7. mars næstkomandi, en leikið verður í borginni Cuiabá. Hópurinn er að stærstum hluta skipaður mönnum sem leika með félögum hér á landi, en Árni Gautur Arason og Ólafur Stígsson eru þeir einu í hópnum sem leika erlendis, báðir með norskum liðum.

Hópurinn | Dagskrá