• þri. 26. feb. 2002
  • Landslið

Gunnar aðstoðardómari í EM U17

UEFA hefur tilnefnt Gunnar Gylfason sem aðstoðardómara í lokakeppni Evrópumóts U17 landsliða karla, en keppnin fer fram í Danmörku í lok apríl og byrjun maí næstkomandi. Auk Gunnars eru átta aðrir aðstoðardómarar valdir til starfa við keppnina og dómarar á mótinu eru 10 talsins, en þessir 19 menn koma víðs vegar að úr Evrópu, engir tveir frá sama landi.