• fös. 22. feb. 2002
  • Landslið

Brasilíski hópurinn tilkynntur í næstu viku

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum mun Luis Felipe Scolari, landsliðseinvaldur Brasilíu, tilkynna hóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi miðvikudaginn 27. febrúar næstkomandi. Hópurinn mun væntanlega vera eingöngu skipaður leikmönnum sem leika með liðum í Brasilíu og er talið afar líklegt að Romario, sem ætti að vera knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, verði þar á meðal. Romario hefur verið meðal marksæknustu framherja í heimi um árabil og hefur skorað grimmt í brasilísku deildinni undanfarin misseri, en hann leikur nú með Flamengo.