• sun. 10. feb. 2002
  • Lög og reglugerðir

56. ársþingi lokið

Ársþingi KSÍ, því 56. í röðinni, lauk um eittleytið í dag, sunnudag, en þingið fór fram á Hótel Loftleiðum. Smellið hér að neðan til að skoða helstu málefni og afgreiðslu þeirra. Nánari fréttir af þinginu verða birtar síðar.

Tillögur og önnur mál sem liggja fyrir þinginu

Tillaga um breytingu á lögum KSÍ

- Ársþing KSÍ á einum degi  :  Tillagan var samþykkt

Tillögur frá nefnd KSÍ

- Þátttökuleyfi í efstu deild  :  Tillagan var samþykkt með breytingum

Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

- Nýtt fyrirkomulag í 2. deild karla, tveir 8 liða riðlar  :  Tillagan var felld

Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

- Fella niður U23 lið í bikarkeppni KSÍ / Heimilt að breyta um leikvöll  :  Tillagan var felld

Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

- Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvelli  :  Tillagan var samþykkt

Frá starfshópi um mótamál

- Fjölgun í efstu deild karla og fleira

Tillögur frá milliþinganefnd KSÍ

- Eftirlit með framkvæmd á reglugerðum KSÍ um félagaskipti leikmanna og samninga og stöðu félaga og leikmanna  Tillagan var samþykkt

Tillaga til ályktunar

- Jöfnunarsjóður í Deildarbikar  :  Tillögunni var vísað til mótanefndar

Tillaga til ályktunar

- Aldursskipting í 2. flokki karla  :  Tillagan var samþykkt, nefnd mun kanna möguleika á breyttri aldursskiptingu í 2. flokki karla

Tillaga til ályktunar

- Íslandsmót fyrir 40 ára og eldri  :  Tillagan var samþykkt

Kosningar

Eggert Magnússon var endurkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára.  Ein breyting varð á skipan aðalstjórnar KSÍ.  Anna Vignir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu, en Ingibjörg Hinriksdóttir var kosin í hennar stað.