Ísland í léttum riðli?
"Hver af riðlunum í undankeppni EM 2004 telur þú að sé erfiðastur?" - Um þetta er spurt á vef UEFA og riðill 5, sem Ísland er í ásamt Þjóðverjum, Skotum, Litháum og Færeyingum, þykir í auðveldari kantinum. Á svipuðum slóðum er 4. riðill, en í honum eru Svíþjóð, Pólland, Ungverjaland, Lettland og San Marino. Erfiðasti riðillinn er talinn vera sá 7., sem í eru Tyrkland, England, Slóvakía, Makedónía og Liechtenstein.