Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni EM
Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2004 í Portúgal, en drátturinn var beinni útsendingu á sjónvarpsrásinni Eurosport og á vef Knattspyrnusambands Evrópu, www.uefa.com. Ísland var í 3. styrkleikaflokki og dróst í mjög spennandi riðil með Þýskalandi, Skotlandi, Litháen og frændum okkar Færeyingum. Keppnin hefst næstkomandi haust. U21 landsliðið er með sömu þjóðum í riðli í undankeppni EM U21, að Færeyingum undanskildum sem eru ekki með U21 landslið. Fulltrúar þjóðanna fimm munu hittast í Frankfurt 18. og 19. febrúar til að ákveða leikdaga.