Nýtt fyrirkomulag hjá U17 og U19 karla
Nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið ákveðið í Evrópukeppnum U17 og U19 landsliða karla. Áður komst aðeins eitt lið upp úr hverjum riðli í undankeppninni, en þessu hefur nú verið breytt þannig að tvö lið fara áfram úr undanriðlum í milliriðla og sigurvegarar milliriðlanna fara síðan áfram í lokakeppnina, auk þess að í úrslitakeppni U17 verða framvegis 8 lið í stað 16 áður. Þessi breyting er afar jákvæð fyrir íslensku liðin þar sem mun meiri möguleikar eru á að komast áfram í milliriðil og leikjum liðanna myndi þá fjölga talsvert.