• fim. 22. nóv. 2001
  • Lög og reglugerðir

Umboðsmenn - Nýjar reglur

Frá og með 14. nóvember hefur Bjarni Sigurðsson látið af störfum umboðsmanns og hefur Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) verið tilkynnt um það. Frá og með 1. september sl. bera umboðsmenn ekki lengur titilinn " FIFA umboðsmenn", heldur starfa þeir skv. reglugerð viðkomandi knattspyrnusambands sem byggir á reglugerð FIFA. KSÍ mun á næstunni setja slíka reglugerð og verða þá til " KSÍ umboðsmenn". Eftir að Bjarni ákvað að hætta eru 2 Íslendingar með réttindi umboðsmanns, þeir Eyjólfur Bergþórsson og Ólafur Garðarsson.