• mán. 19. nóv. 2001
  • Landslið

EM U19 kvenna - Tap gegn Dönum

Danir sigruðu Ísland í síðustu umferð riðilsins í 16-liða úrslitum EM. Leikið var í Kaupmannahöfn og sigruðu heimamenn 3-0, eftir að hafa verið einu marki yfir í leikhléi. Englendingar sigruðu Tékka í hinum leik riðilsins en Danmörk fer áfram í úrslitakeppnina, sem fram fer í Svíþjóð í maí á næsta ári.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Elsa Hlín Einarsdóttir.

Varnarmenn: Pála Marie Einarsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir (Kristín Sigurðardóttir), Ásta Árnadóttir og Málfríður Sigurðardóttir.

Tengiliðir: Bryndís Bjarnadóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Bjarnveig Birgisdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir (Vilfríður Sæþórsdóttir).

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir (Guðrún Halla Finnsdóttir).