• fim. 15. nóv. 2001
  • Landslið

EM U19 kvenna - Tap gegn Tékkum

U19 landslið kvenna tapaði 0-3 gegn Tékkum í 16-liða úrslitum EM í dag, en leikið er í Kaupmannahöfn. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en íslensku stúlkurnar léku þá undan sterkum vindi og hefðu hæglega getað skorað 2 til 3 mörk. Tékknesku stúlkurnar sóttu undan vindinum í síðari hálfleik, nýttu sín færi vel og tryggðu sér þannig sigurinn. Næsti leikur Íslands er á laugardag gegn Englendingum.

Byrjunarliðið

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Varnarmenn: Björg Ásta Þórðardóttir, Bryndís Bjarnadóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Ásta Árnadóttir.

Tengiliðir: Bjarnveig Birgisdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir (Guðrún Halla Finnsdóttir), Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Guðrún Soffía Viðarsdóttir (Málfríður Sigurðardóttir).

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir (Vilfríður Sæþórsdóttir).

Hópurinn | Dagskrá