U19 kvenna áfram
U19 landslið kvenna lék í dag síðasta leik sinn í annarri umferð undankeppni EM, sem fram fer í Rússlandi. Leikið var gegn heimamönnum og urðu lyktir leiksins 1-1 jafntefli. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir á 52. mínútu, en Rússar jöfnuðu metin fjórum mínutum síðar og þar við sat, þannig að Ísland hafnar í 2. sæti riðilsins og kemst því áfram í keppninni. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í þriðju umferð undankeppnirnar en þar koma inn sterkustu lið Evrópu og keppa um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.
Byrjunarliðið
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Aðrir leikmenn: Bjarnveig Birgisdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðardóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Ásta Árnadóttir og Guðrún Soffía Viðarsdóttir.