• fim. 11. okt. 2001
  • Landslið

EM U19 karla í Tékklandi

U19 landslið karla tekur þátt í undankeppni EM, sem fram fer í Tékklandi 7.-14. október. Í dag lék íslenska liðið gegn Andorra. Ísland sigraði í leiknum 7 - 0. Staðan í hálfleik var 4 - 0.

Mörk Íslands:

5. mín. Hannes Þ. Sigurðsson

19. mín Hannes Þ. Sigurðsson (Víti)

42. mín Sigmundur Kristjánsson

44. mín Hannes Þ. Sigurðsson

55. mín Garðar Gunnlaugsson

59. mín Eyþór Atli Einarsson

71. mín Sigmundur Kristjánsson

Byrjunarliðið

Markvörður: Páll Jónsson

Varnarmenn: Davíð Viðarsson, Jón Skaftason, Tryggvi Bjarnason og Eyþór Einarsson.

Tengiliðir: Sigmundur Kristjánsson, Jónas Sævarsson, Ólafur Skúlason (fyrirliði) og Viktor Arnarsson.

Framherjar: Hannes Sigurðsson og Garðar Gunnlaugsson.

Í dag unnu Tékkar lið Úkraínu 3 - 1. Þessi úrslit gera það að verkum að íslenska liðið á möguleika á að vinna riðilinn og komast áfram í keppninni, en til þess þarf liðið að vinna Úkraínu á laugardag og treysta á hagstæð úrslit í leik Tékka og Andorra.

Hópurinn | Dagskrá