• lau. 06. okt. 2001
  • Landslið

Burst á Parken

Ísland tapaði stórt fyrir Dönum í undankeppni HM á Parken í dag, en þegar upp var staðið höfðu Danirnir skorað sex mörk gegn engu og tryggðu þeir sér þannig öruggan sigur í 3. riðli. Tékkar unnu Búlgari með sömu markatölu og tryggðu sér að sama skapi örugglega 2. sætið í riðlinum. Íslendingar áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Dana, voru hreinlega yfirspilaðir á löngum köflum í leiknum og í raun er hægt að segja að úrslitin hafi verið sanngjörn, svo miklir voru yfirburðirnir.

Byrjunarliðið

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Lárus Orri Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, Eyjólfur Sverrisson (fyrirliði) og Pétur Hafliði Marteinsson.

Tengiliðir: Brynjar Björn Gnnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Marel Baldvinsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson.

Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen.

Hópurinn | Dagskrá