• mán. 01. okt. 2001
  • Landslið

U19 karla: Byrjunarliðið gegn Englandi

U19 lið karla leikur vináttulandsleik gegn Englendingum í York í kvöld og hefst hann kl. 18:45 að íslenskum tíma. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM, sem fram fer í Tékklandi í næstu viku. Guðni Kjartansson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarlið Íslands.

Byrjunarliðið

Markvörður: Páll Gísli Jónsson.

Varnarmenn: Jón Skaftason, Davíð Þór Viðarsson, Eyþór Atli Einarsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason.

Tengiliðir: Jónas Guðni Sævarsson, Sigmundur Kristjánsson, Ólafur Ingi Skúlason (fyrirliði) og Viktor Bjarki Arnarsson.

Framherjar: Hannes Þorsteinn Sigurðsson og Garðar Bergmann Gunnlaugsson.

Hópurinn | Dagskrá