HM kvenna: Stórt tap gegn Spáni
A landslið kvenna lék gegn Spánverjum í undankeppni HM í dag, en leikurinn fór fram í Teurel á Spáni. Skemmst er frá því að segja að íslensku stúlkurnar áttu aldrei möguleika, töpuðu 6-1, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-0. Margrét Ólafsdóttir skoraði mark Íslands á 63. mínútu, minnkaði muninn í 4-1.