• sun. 30. sep. 2001
  • Landslið

EM U17 karla: Sigur á Norðmönnum

U17 lið karla sigruðu frændur okkar Norðmenn 3-1 í undankeppni EM í dag, þetta var síðasti leikur liðsins í mótinu, sem fram fór í Eistlandi. Íslenska liðið leiddi í hálfleik, 2-1, með tveimur mörkum beint úr aukaspyrnum frá Hjálmari Þórarinssyni. Í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum, líkt og í þeim fyrri, en Hjálmar bætti þriðja markinu við eftir að hafa sloppið einn í gegnum vörn Noregs og fullkomnaði þannig þrennu sína í leiknum. Pólverjar unnu riðilinn, fengu fullt hús stiga.

Byrjunarliðið

Markvörður: Gunnar Líndal.

Varnarmenn: Jón Orri Ólafsson, Kári Ársælsson, Sölvi Sturluson, Jón Guðbrandsson og Gunnar Þór Gunnarsson.

Tengiliðir: Eyjólfur Héðinsson (Fyrirliði), Ólafur Páll Johnson, Ólafur Gauti Ólafsson.

Framherjar: Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson.

Hópurinn | Dagskrá