• lau. 29. sep. 2001
  • Landslið

HM kvenna: Byrjunarliðið gegn Spáni

A landslið kvenna leikur gegn Spánverjum í undankeppni HM á morgun, en leikurinn fer fram í Teurel á Spáni og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma. Mjög gott veður er í Teurel, um 20 stiga hiti, og hópurinn er vel stemmdur. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt hverjar hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Byrjunarliðið

Markvörður: Þóra Helgadóttir.

Aðrir leikmenn: Eva S. Guðbjörnsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði), Íris Sæmundsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Olga Færseth, Margrét Ólafsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir.

Varamenn: María B. Ágústdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Katrín H. Jónsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir.