• fös. 28. sep. 2001
  • Landslið

EM U17 karla

U17 lið karla tapaði 0-2 í dag gegn sterku liði Pólverja í undankeppni EM sem fram fer í Eistlandi. Pólverjarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og gerðu tvö mörk, á 18. og 25. mínútu, án þess að okkar piltum tækist að svara fyrir sig. Leikur íslenska liðsins breyttist til hins betra í síðari hálfleik og voru okkar piltar sterkari aðilinn, án þess þó að þeim tækist setja mark. Næsti leikur liðsins er á sunnudag gegn Norðmönnum og er það síðasti leikur liðsins í mótinu.

Byrjunarliðið

Markvörður: Þorsteinn Einarsson.

Varnarmenn: Jón Orri Ólafsson, Kári Ársælsson, Sölvi Sturluson, Jón Guðbrandsson og Gunnar Þór Gunnarsson.

Tengiliðir: Eyjólfur Héðinsson (Fyrirliði), Ólafur Páll Johnson, Maríus Þór Haraldsson

Framherjar: Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson.

Hópurinn | Dagskrá