Hóparnir gegn Dönum tilkynntir
Atli Eðvaldsson, þjálfari A landsliðs karla, og Sigurður Grétarsson, þjálfari U21 landsliðs karla, hafa tilkynnt hópa sína sem leika gegn Danmörku í byrjun næsta mánaðar. A liðið leikur lokaleik sinn í undankeppni HM á Parken 6. október, en U21 liðið leikur síðasta leik sinn í undankeppni EM í Odense 5. október og getur tryggt sé 3. sætið í riðlinum takist því að sigra Dani.