4-0 tap hjá U16 karla
U16 landslið karla lék í gær vináttulandsleik gegn Frökkum á Garðsvelli og tapaði 0-4. Frakkarnir vor mun sterkari aðilinn í leiknum, en þó sáust ágætir sprettir hjá okkar strákum, sem áttu m.a. skot í slá. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spreyta sig og léku þar með sinn fyrsta landsleik.
Byrjunarliðið
Markvörður: Jóhann Ólafur Sigurðsson.
Varnarmenn: Ingólfur Þórarinsson, Kristján Hauksson, Einar Pétursson og Hilmar T. Arnarsson.
Tengiliðir: Ingimundur Óskarsson, Ragnar Sigurðsson, Ágúst Örlaugur Magnússon (Fyrirliði) og Kjartan Ágúst Breiðdal.
Framherjar: Kjartan Finnbogason og Albert B. Ingason.