Ísland upp um þrjú sæti
Íslenska landsliðið hækkar um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag, fer úr 55. í 52. sætið. Staða fjögurra efstu liðanna breyttist ekkert, Frakkar eru á toppnum sem fyrr, Brasilía í öðru sæti, Argentína í því þriðja og Ítalir fjórðu.