Breyting hjá A kvenna
Guðlaug Jónsdóttir, leikmaður Bröndby í Danmörku, er meidd og fer því ekki með A landsliði kvenna til Spánar þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni HM. Í hennar stað hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, valið Guðrúnu S. Gunnarsdóttur, leikmann KR. Guðrún kemur nú aftur inn í hópinn eftir meiðsli sem hún hlaut í leik með KR í sumar.