Kristinn stendur sig vel í HM U17
Kristinn Jakobsson dæmdi leik Spánar og Burkina Faso í úrslitakeppni HM U17 karla, sem fram fer í Trinidad og Tobago þessa dagana. Kristinn stóð sig vel í leiknum og hlaut góða umsögn, en meðal viðstaddra voru Michel Zen Ruffinen, framkvæmdastjóri FIFA og Lennart Johansson, forseti UEFA. Næsta verkefni Kristins er næstkomandi fimmtudag þegar hann dæmir leik Oman gegn Burkina Faso.