HM U17 landsliða í Trinidad & Tobago
Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, er staddur í Trinidad og Tobago þessa dagana þar sem hann starfar við dómgæslu í Heimsmeistarakeppni U17 landsliða karla. Fyrsta verkefni Kristins er á morgun, laugardag, þegar hann verður 4. dómari í leik Mali gegn Paraguay, en hann dæmir síðan leik Spánar og Burkina Faso mánudaginn 17. sept.