Markalaust á Varmárvelli
U18 landslið karla lék í dag annan vináttulandsleik sinn gegn Svíþjóð á þremur dögum, en leikið var á Varmárvelli. Skemmst er frá því að segja að hvorugu liðinu tókst að setja knöttinn í netið, þannig að lokatölur leiksins urðu 0-0. Leikurinn var heldur bragðdaufur, lítið var um færi, en þó mátti sjá skemmtilegu spili bregða fyrir á köflum.
Byrjunarliðið í dag
Markvörður: Hrafn Davíðsson.
Varnarmenn: Jökull I. Elísabetarson, Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.
Tengiliðir: Sverrir Garðarsson, Kristján Valdimarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Óskar Hauksson og Davíð Þór Viðarsson (Fyrirliði).
Framherjar: Einar Ottó Antonsson og Rannver Sigurjónsson.