• þri. 11. sep. 2001
  • Landslið

U18 karla: 1-4 tap gegn Svíum

U18 landslið karla tapaði með fjórum mörkum gegn einu í vináttulandsleik gegn Svíþjóð á Akranesvelli í dag. Um er að ræða leikmenn fædda 1984 eða síðar, og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland leikur landsleik í þessum aldursflokki. Svíarnir komust yfir á 6. mínútu leiksins, en Rannver Sigurjónsson jafnaði metin á 56. mínútu. Svíþjóð náði aftur forystunni á 64. mínútu eftir að varnarmenn íslenska liðsins höfðu bjargað þrisvar sinnum á marklínu, og bættu síðan við mörkum á 76. og 90. mínútu. Liðin mætast aftur á fimmtudag kl. 16:00 á Varmárvelli.

Nöfnum landsliða var breytt á þessu ári, þannig að það lið sem áður hét U18 heitir nú U19 og það lið sem áður hét U16 heitir nú U17. Því skal gæta þess að rugla þessu U18 liði ekki saman við U19 lið karla, sem tekur þátt í undankeppni EM í október.

Byrjunarliðið í dag

Markvörður: Jóhannes Kristjánsson

Varnarmenn: Jökull I. Elísabetarson (Fyrirliði), Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

Tengiliðir: Sverrir Garðarsson, Kristján Valdimarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Óskar Hauksson og Jóhann Helgason.

Framherjar: Einar Ottó Antonsson og Rannver Sigurjónsson.

Hópurinn