EM U19 kvenna: Ísland áfram
U19 landslið kvenna sigraði Ísrael 3-1 í dag í hreinum úrslitaleik í undankeppni EM. Sólveig Þórarinsdóttir kom Íslandi yfir en Ísrael jafnaði leikinn skömmu fyrir hlé. Íslenska liðið tók síðan aftur forystu með marki frá Margréti Láru Viðarsdóttur og hún tryggði Íslandi síðan sigur með öðru marki sínu undir lok leiksins. Ísland er því komið áfram í milliriðil fyrir úrslitakeppnina, en milliriðillinn fer fram í Rússlandi í október.