• lau. 08. sep. 2001
  • Landslið

HM kvenna: Glæsilegur sigur á Ítölum

A landslið kvenna vann í dag glæsilegan sigur á Ítölum í undankeppni HM,en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. Ítalska liðið er eitt af bestu liðum heims og því þótti líklegt að íslenska liðið myndi eiga á brattann að sækja. En annað kom á daginn.

Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu með skoti af um 25 metra færi sem fór yfir markvörð ítalska liðsins, en okkar stúlkur höfðu verið sterkari aðilinn í leiknum fram að þessu. Olga Færseth skoraði annað mark sitt og íslenska liðsins þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en Ítalirnir náðu að minnka muninn með sjálfsmarki Evu S. Guðbjörnsdóttur. Það sem eftir lifði síðari hálfleiks settu þær ítölsku mikla pressu á íslenska markið, en Þóra Helgadóttir í markinu sá við sóknarmönnum Ítala með góðri markvörslu. Glæsilegur 2-1 sigur á einu besta landsliði heims var staðreynd og fögnuðu 1.250 áhorfendur gríðarlega að leikslokum.

Byrjunarlið

Markvörður: Þóra Helgadóttir.

Varnarmenn: Ásdís Þorgilsdóttir (Elín Jóna Þorsteinsdóttir), Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Íris Sæmundsdóttir.

Tengiliðir: Erla Hendriksdóttir, Guðlaug Jónsdóttir (Eva S. Guðbjörnsdóttir), Ásthildur Helgadóttir (Fyrirliði), Edda Garðarsdóttir og Margrét Ólafsdóttir.

Framherji: Olga Færseth.

Hópurinn