EM U19 kvenna
U19 landslið kvenna lagði Ungverjaland 3-0 í dag í undankeppni EM. Margrét Lára Viðarsdóttir gerði fyrsta markið á 5. mínútu, en meira var ekki skorað í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik bættu Ásta Árnadóttir (69. mín.) og Guðrún Soffía Viðarsdóttir (80. mín.) við mörkum fyrir Ísland og tryggðu þannig öruggan sigur. Næsti leikur liðsins er á mánudag gegn Ísrael og er þar um hreinan úrslitaleik að ræða þar sem Ísrael sigraði Búlgaríu í dag, 1-0.
Byrjunarliðið
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Aðrir leikmenn: Bjarnveig Birgisdóttir, Björn Ásta Þórðardóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir (Málfríður Erna Sigurðardóttir, 63. mín), Dóra María Lárusdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir, 69. mín), Dóra Stefánsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir, 35. mín), Ásta Árnadóttir, Guðrún Soffía Viðarsdóttir.