Góður sigur hjá U21 gegn N.-Írlandi
U21 landslið karla vann í dag góðan 3-1 sigur á liði Norður-Írlands í undankeppni EM, en leikurinn fór fram á Mourneview Park í Lurgan.
Heimamenn byrjuðu betur og tóku forystuna á 11. mínútu, en síðan snerist leikurinn algerlega við. Íslenska liðið tók öll völd á vellinum og sótti stíft að marki N.-Íranna, þó ekki tækist að skora í fyrri hálfleik. Jöfnunarmarkið kom á 62. mínútu og var það sjálfsmark sem kom eftir mikla pressu Íslendinga. Baldur Aðalsteinsson kom Íslandi síðan yfir á 80. mínútu með skallamarki eftir aukaspyrnu frá Bjarni Guðjónssyni, fyrirliða liðsins, og Veigar Páll Gunnarsson gulltryggði sigurinn með góðu marki á síðustu sekúndum leiksins. Að sögn var sigurinn mun öruggari en tölurnar gefa til kynna.